Frá toppi til táar
„Skrifstofumaðurinn er útsettari fyrir brjósklosi heldur en smiðurinn“

„Skrifstofumaðurinn er útsettari fyrir brjósklosi heldur en smiðurinn“

June 11, 2021

Greining um slit eða lækkað liðbil hljómar hættulega en í flestum tilfellum er það eðlilegt. Samanber niðurstöður rannsóknar á einkennalausu fólki þar sem myndgreining sýndi að 90 % voru með slitbreytingar í disk og 56 % með lækkað liðbil, 64 % voru með útbunganir og 32 % með brjósklos. Guðný Björg og Karólína útskýra eðli og ástæður bakverkja. „Langflestir eru búnir að ná sér að fullu af bakverkjum innnan 12 vikna“ og „Verkjaboð fara sömu brautir og þegar við lærum“  

 

 

„Ekki sætta þig við að þetta sé bara svona, og þú þurfir bara að lifa með þessu“

„Ekki sætta þig við að þetta sé bara svona, og þú þurfir bara að lifa með þessu“

April 14, 2021

„Það er algeng mýta að allir þurfi að gera grindarbotnsæfingar“ Lárus Jón Björnsson og Þorgerður Sigurðardóttir sjúkraþjálfarar fara yfir karl og kvenheilsu íslendinga. „Ha, eru karlar með grindarbotn ? „ er algeng spurning sem Lárus fær þegar hann vinnur með körlum með einkenni frá kynfærasvæði. Þorgerður ræðir reynslu sína og niðurstöður doktorsrannsóknar þar sem hún rannsakaði grindarbotnseinkenni kvenna tengd fæðingu og meðgöngu ásamt því að taka fyrir fæðingarútkomu afrekskvenna. „Aldrei segja við íþróttakonu að hún gæti lent í erfiðri fæðingu vegna þess að hún sé svo sterk og með mikla mótstöðu“.

„Lang flestir hafa góða sögu að segja þegar yfir er staðið”

„Lang flestir hafa góða sögu að segja þegar yfir er staðið”

November 23, 2020

Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari í Ljósinu, segir frá því að hann hitti fólk í dag sem læknast af krabbameinum sem var óhugsandi að læknast af fyrir 10 árum síðan. Hann var gestur í Frá toppi til táar ásamt Björk Svarfdal. Björk talar um erfiðleikana við að sætta sig við að vera með krabbamein „Ég var bara með illkynja frumubreytingar". Haukur hvetur einstaklinga til að leita sér stuðnings sem fyrst í ferlinu, enda  segir hann "Ég hef ekki hitt neina manneskju sem sagðist sjá eftir því að hugsa vel um sig"

„Það er erfitt að standa í þessu einn.“

„Það er erfitt að standa í þessu einn.“

November 16, 2020

Garðar Guðnason sjúkraþjálfari á Reykjalundi, segir að endurhæfing í kjölfar Covid geti tekið tíma. Hann hvetur einstaklinga til að leita sér aðstoðar fagaðila, hvort sem er vegna líkamlegra eða andlegra einkenna. Garðar  var gestur í Frá toppi til táar, ásamt Margréti Gauju Magnúsdóttur jöklaleiðsögumanni sem er að eiga við langvarandi einkenni eftir Covid veikindi. Hún lýsir ástandi sínu meðal annars með orðunum „Ég er eins og eldgamall GSM sími, þegar batteríið fer niður fyrir 50% getur það bara tæmst einn tveir og þrír.“

 

„Ekki vera bjáni sem heldur áfram”

„Ekki vera bjáni sem heldur áfram”

November 10, 2020

Sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Friðrik Ellert Jónsson, notar aldrei kælisprey við meðhöndlun leikmanna. Friðrik var gestur í Frá toppi til táar, ásamt landsliðsmanninum Birki Má Sævarssyni og fór þar yfir mikilvægi þess að leikmenn sinni forvörnum vilji þeir ná í fremstu röð. 

 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App